Jæja, núna er ég búin að eiga naggrísinn minn hana Terku í c.a. tvo mánuði, hún er nú alveg orðin vön okkur en heldur samt nú sérstaklega upp á mig, ætli það sé nú ekki vegna þess að það er ég sem gef henni að borða (matarást!) síðan er ég nú líka vön að kela við hana.
Ég fór með hana til dýra í fyrsta skiptið fyrir nokkrum dögum vegna þess að ég var hrædd um að hún hefði fengið kef, þá var nú líka kvefið að ganga hérna á heimilinu. Heyrði hana hnerra fekar mikið þegar hún var laus í herbergi nottla með mér, dýri sagði að það hefði stafast af ryki eða eitthverju sem hefði verið á gólfinu, hún hafði þá líka vælt alveg svakalega mikið tvem dögum áður, örugglega bara vantað athygli. Hún borðar alveg svakalega mikið enda sagði dýri að hún væri alveg mjög feit.

Fyrst þegar hún kom á heimilið okkar vildi hún nú ekkert hreyfa sig úr stað en núna vill hún alltaf fara í könnunarleiðangur.
Það finnst mér nú ekki gaman því að hún er nú allger skítamaskína… :Þ Í hvert skipti sem að hún fer út þá endar það nú líka alltaf með því að ég fari að þrífa skítinn eftir hana.
It's a cruel world out there…