Nú er búin að vera mikil umfjöllun um að flytja lamadýr inn til landsins. Persónulega er ég mjög mikið á móti því þar sem að þeir bera til landsins ýmiskonar smitsjúkdóma sem geta raskað mikið hestastofninum. Allavegana finnst mér þau þurfa að vera lengur í Hrísey enn venjulegur búfénaður þar sem að hann er frá landi þar sem mikið er um sjúkdóma.
Einnig er ég með andúð á lamadýrum þar sem að ég hef einu séð þau og það var í dýragarði sem maður gaf dýrum mat enn þar sem ég vildi gefa öðrum enn honum og hann var svo ágengur að ég rak hann í burt og í því hrækti hann feitri slummu uppí mig, þvílíkur viðbjóður, það er fyndið að hugsa til þess í dag enn ég var ekkert sérstaklega ánægð þegar að það gerðist, og ég vissi ekki að lamadýr hræktu…
Enn hvaða rök er fyrir því að fara að rækta lamadýr, við eigum fínar beljur, kindur, svín og hesta. Mig langar sko ekki að sjá lamadýr á veginum, og ég held að útlendingar fari ekki til íslands til að fara á erlend lamadýr, ég er nokkuð viss um að þau kjósa frekar íslenska hestinn, allaveganna koma nokkur hundruð manns til íslands á hverju ári til að fara í hestaferðir eða á landsmót.

Vildi bara koma minni skoðun á framfæri……..