Jæja, nú ætla ég að segja ykkur aðeins meira um hana Terku mína. Eins og ég hef sagt áður þá er hún tveggja ára gamall rósettu naggrís. Alveg agalega sæt. Núna er ég búin að eiga hana í svona c.a. þrjár vikur, hún er nú samt orðin alveg vön okkur og alveg svakalega kelin. Pabbi smíðaði fyrir hana trjákofa sem að hún helypur nú alltaf í til þess að leita skjóls. Ég hef verið að gefa henni barna c- vítamín töflu. Eina á dag eins og mér var ráðlagt að gera á dýraríkis spjallinu en það á að hindra að hún fái kvef eða allaveganna að hún jafni sig á því. Það gekk nú ekkert fyrst að pína töfluna upp í hana (hún er alveg svakalega matvönd :)) En þá datt mér ég hug að brjóta töfluna í fernt og stinga 1/4 úr henni í eplabita og það dugði!
Hún á nú vin sem býr hérna á móti okkur. Hann heitir Göltur. Þau hafa nú hist tvisvar sinnum og samið alveg ágætlega. Í fyrstu voru þau nú bæði hrædd við hvort annað en það lagaðist með tímanum. Þau eru nú ekki búin að venjast hvort öðru fyllilega en ég stefni á því að fá hann Gölt lánaðan í nokkra daga. : ) Hver veit nema að ungar komi út úr þeirri heimsókn ;)
It's a cruel world out there…