Fuglar í fiskaskoðun Mér finnst svo agalega fyndin þessi forvitni í blessuðum fuglunum okkar. Þegar ég átti Kíkí heitinn (páfagaukur) gat hann eytt tímunum saman við fiskabúrið mitt að virða fyrir sér fiskana mína. Oft hékk hann á búrinu og beið eftir að þeir syntu framm hjá og reyndi þá að ná þeim… ;)
Nú, mér til mikilla furðu er kanarífuglinn minn, Nova, byrjaður með sömu taktina. Ég reyni að hleypa honum reglulega úr búrinu sínu svo hann fái nú einhverja hreyfingu greyið og það kemur fyrir oftar en ekki að hann sest einmitt hjá fiskunum til að dáðst af þeim. Mér finnst þetta alltaf jafn sætt og fyndið.
Mig langar svolítið að fá að vita hvort fleiri hafi svipaðar sögur að segja frá forvitnum fuglum.
- www.dobermann.name -