Nýr stjórnandi Þá hefur mér verið boðið að taka í taumana á þessu annars daufa áhugamáli. Mun ég að sjálfsögðu reyna að bæta það upp að einhverju leiti, bæta við áhugaverðum hlutum og fá fleira fólk til að skoða áhugamálið.

Sjálfur hef ég æft frjálsar on and off síðan ég var 8 ára svo reynslan er til staðar. Stefnt er síðan af því að fara til Gautaborgar í sumar á hið árlega Gautaborgarmót, en ætli sú ferð verði ekki meira til gamans frekar en til afreka.

Ef þið hafið hugmyndir að bættu áhugamáli, endilega hafið þið samband, annaðhvort þá í einkapósti eða í svari hér.
Endilega að koma með reynslusögur ykkar úr frjálsum, afrekum, viðtölum við aðra frjálsíþróttakappa svo eitthvað sé nefnt.


Með vonum um bætt frjálsíþróttaáhugamál á komandi ári.

-Kitkati
Áttu njósnavél?