Já ég fann loksins listan yfir hvað hvert áhugamál fær margar flettingar á mánuði. Málin standa þannig á /frjálsar að við erum í þriðja seinasta sæti, á undan /skák og /thursinn. Við vorum með aðeins 0,03% af heildarflettingum, eða 1853 flettingar í september. Þess má geta að /sorp og /hljodfaeri fengu aðeins meira en 100x fleiri flettingar en við…

Það gæti verið að ég sé að misskilja þennan lista eitthvað en fyrir neðan okkur eru líka áhugamál sem ekki eru til og hlutar af /háhradi s.s. leikur og myndbönd, sem ég tek ekki með.

Hérna kemur síðan listinn yfir 10 neðstu áhugamálin:

/Hokki
/Blogg
/Klassik
/Bordaspil
/unreal
/landsbankadeildil
/idol
/frjalsar
/skak
/thursinn

Með von um bjartari framtíð fyrir okkar ágæta áhugamál,

Toggeh