Marokkóski langhlauparinn, Hicham El Guerroj var valinn íþróttamður ársins í heimalandi sínu Marokkó. Hann sigraði keppnina með miklum yfirburðum og fékk 60 atkvæðum meira heldur en Brahim Boulami sem er einnig langhalupari. Það voru 2 aðrir frjálsíþróttamenn sem fengu atkvæði en þeir eru Ali Ezzine og Abdelkader Mouaziz. Þetta er 5. árið í röð sem Hicjam er heiðraður þessum titli en 6. sinn samanlagt. Hicham er yfirburðarkeppnismaður í 1500 metra hlaupi og einnig 3000 metrum. Hann varð heimsmeistari í Edmonton í ágúst sl. í 1500 metra hlaupi en það kom mjög mikið á óvart að hann skildi ekki ná að sigra 3000 metrana. Hicham á besta tíma ársins í báðum greinunum og einnig heimsmetið í þeim báðum. Hicham hefur svo sannarlega sýnt hvað í honum býr á ferlinum og er það nokkuð víst að hann á eftir að standa sig vel í framtíðinni.

Þess má geta að íþróttakona ársins í Marokkó er frjálsíþróttakonan Nezha Biduane.

kv. ari218