Hæhæ, ég er 16 ára gamall strákur og er að spá í að fara að æfa hlaup.
Hef örlítið verið að hlaupa og hef 3x keppt í götuhlaupum.

Rvk Maraþon 19.ágúst 2006, 42,2 km 4:00:10.
Powerade hlaup 1 2006-2007 (12.okt?) 43:27
Tjarnarhlaup3,2 km(3?) 17. október 2006 11:39


Þetta eru svosem alveg ágætir tímar, en var þá að velta fyrir hvað ég gæti gert ef ég væri að æfa markvist. Og líka því að ég hef aldrei fengið neinar leiðbeiningar með hlaup heldur byrjaði ég bara að hlaupa.

Er ekki mikið(lesist sem nánast ekkert) að hlaupa. En ég er í bootcamp þannig að ég er í góðu formi og er með gott þol.

Hvað eru æfingar oft í viku?(er í bootcamp 3-4x í viku) og hvernig eru þær uppbyggðar? Er það bara aðgangur að hlaupabraut og svo bara látið mann hlaupa að vild?
Hvar er ‘best’ að æfa? Hvað kostar það sirka?

Held að ég gæti gert sæmilega hluti í þessum millilöngu vegalengdum 3-10km ef að ég myndi leggja mig fram og fara að hlaupa eitthvað.