Já ég var áðan úti að hlaupa og ég ætla að gera smá lista yfir það hvað ég gerði:

Byrjaði á því að hlaupa 5 hringi, fyrstu 3 á jöfnum hraða en ekki hægt, síðan 4 tók ég mjög hratt og þann seinasta mjög hægt.

Síðan teygði ég vel á, gerði drillur*6 og sveiflur*10.

Síðan tók ég annan rólegan hring.

Síðan tóku við stökk: Fyrst 6*10 stökk, síðan 5*5 stökk og síðan 5*3 stökk.

Annar hringur…

2*20 maga, bak og armbeyjur

En hérna…hvað gerið þið þegar þið farið út að hlaupa?

Bætt við 26. ágúst 2006 - 19:11
fyrir þá sem ekki skilja 6*10 stökk þá er það þannig að ég stekk 6 sinnum 10 stökk (eins og þrístökk nema tíustökk). Held að þetta sé ekki flókið ;)