ég var að hugsa ef einhver á þessu áhugamáli er afar góður hlaupari sem gæti hugsanlega keppt á Þríþrautarmóti á Seltjarnarnesi http://www.triceland.net/ sem er Laugardaginn 3 júní. Þetta virkar þannig að þetta er bæði einstaklings og liðakeppni, en ég sækist eftir liðakeppni vegna hjólakaflans, þá er þannig að fyrst kemur sund 1500 m og um leið og hann klárar byrjar 40 km hjól svo strax er 10 km hlaup hjá öðrum. Mín reynsla á síðasta þríþrautarmóti var þannig að ég var með versta tímann í sundi en besta í hjóli þá var ég einn með alla kaflanna.

Ok þannig það sem ég er að leitast eftir er einhver sem getur hlupið 10 km og verið með mér í liði, svo á ég eftir að finna sundmann í liðið en nokkrir koma til greina.

Kv. Hlöðver Sigurðsson - HFR (hjólreiðafélag rvk.)
//