Síðatliðið ár hef ég verið að pæla í því að æfa frjálsar íþróttir. Seinasta sumar fór ég á æfingu og leysst alveg ágætlega á þessa íþrótt en hafði engan tíma til að stunda hana. Ég æfi handbolta svo ég er ekki viss um að ég hafi tíma í þetta nema þá hreinlega að hæta í handboltanum :S ég sætti mig svo sem alveg ágætlega við það því ég hef æft síðan í 4. bekk og nú er ég að fara í þann 10. Ég er því að velta því fyrir mér að byrja í fjálsum íþróttum í vetur og sleppa þá handboltanum. Það er bara eitt vandamáæ, sem er að ég bý langt frá íþróttahúsinu og það er ekki hægt að fara á hjóli þangað því það mun mjög líklega vera snjór í vetur svo ég arf að eyða miklum tíma í að labba þangað.
**En nú spyr ég ykkur sem æfa frjálsar…er nógu gaman að æfa fjrálsar svo að maður geti hætt í handboltanum??