Þetta er góð spurning. Þannig er mál með vexti að ég er 17 ára gömul. Ég á heima úti á landi í ágætlega stórum bæ. Einu sinni var frjálsíþróttamenningin hér gríðarleg. Það voru allir í frjálsum, þetta var reyndar frá því 5 árum áður en ég fæddist til 10 árum eftir að ég fæddist. Svo hefur þetta farið smám saman dvínandi. Ég er að æfa frjálsar enn þann dag í dag og hef gert það í rúm 9 ár. Á þessu ári eru einungis 20 krakkar að æfa frjálsar á aldrinum 6-18 ára. Þetta er synd! Það eru aftur á móti u.þ.b. 100 krakkar að æfa fimleika hérna. Fimleikarnir eru að yfirtaka íþróttirnar. Það hefur að meira segja fækkað í frjálsum. Þetta er alveg hreint fáránlegt. Það eru svo fáir að æfa frjálsar að það er verið að spá í að fella þær bara niður! Það finnst mér alveg ömurlegt. Frjálsar eru göfug íþrótt!!!!
(\_/)