Hvað er að koma fyrir frjálsíþróttamenn? Núna upp á síðkastið hefur verið að komast upp stórt lyfjahneyksli og sumir telja þetta stærsta lyfjahneyksli frá upphafi. Upp hefur komist um nýtt lyf sem heitir THG og hafa vísindamenn, þjálfarar og fyrirtæki tekið þátt í þessu hneyksli. Nú þegar er búið að koma upp um Dwain Chambers sem hefur unnið til margra verðlauna á stórmótum. Talið er að margar stórstjörnur í frjálsum íþróttum hafa neytt lyfsins. Upp komst um lyfið í bandaríska meistaramótinu eftir að þjálfari kom með lyfið og lét lyfjaeftirlytið fá það. Og eftir það fundu vísindamenn aðferð til að greina lyfið í sýnum og þar kom í ljós að margir íþróttamenn höfðu neytt lyfsins. Nú spyr ég bara hvað er að koma fyrir frjálsar íþróttir? Það er ömurlegt að fólk skuli vera að svindla á sjálfum sér og öðrum til að vinna verðlaun og bæta met. Núna eru að koma tilögur um að eyða öllum heimsmetum fyrir árið 2000. Eftir að þetta kom upp finnst mér að ætti að gera það.