Ben Johnson sem eitt sinn var fljótasti spretthlaupari heims en var dæmdur úr leik á Ólympíuleikunum í Seoul árið 1988 vegna lyfjanotkunar hefur aðstoðað knattspyrnuliðið Perugia á Ítalíu undanfarna daga. Johnson hefur tekið að sér að vera með séræfingar sem eiga að auka hraða leikmanna liðsins en liðið er í æfingabúðum í Folgaria en á að leika í Intertoto-keppninni á laugardag gegn finnska liðinu Allianssi í þriðju umferð keppninnar.
piece out