Jón Arnar lenti í 2.sæti í tugþrautinni í Ratingen með 8023 stig. Hann hljóp mjög illa í 1500 metra hlaupi á aðeins 5:15.47 mínútum. Roman Sebrlae var í fyrsta sæti með 8606 stig og sigraði þar með yfirburðum en Sebastian Knabe lennti í þriðja sæti með 7600 stig.
Hann Jón kastaði 62.51 metra í næst síðustu og rétt tapaði fyrir Sebrle sem kastaði 63.24 metra. Jón og Sebrle unnu með yfirburðum í þessari grein með næstum því 10 metrum lengra en aðrir keppendur.
Það er erfitt að segja til um möguleika Jóns á HM sem haldið verður í París. Til þess að segja til um möguleika Jóns var spennan og keppnin á þessu móti alltof lítil. Ef Jón mætir í réttu keppnisskapi á HM í París efast ég ekki um að honum eigi eftir að ganga vel. Með meiri frískleika í greinunum eru 8300 stigin ekki óraunhæft markmið og gæti það dugað honum upp á verðlaunapall.Samt er nú öruggt að Sebrle sé í fyrsta til öru sæti og ekki miklar líkur á að nokkur ógni honum á HM í París.
piece out