Björn Margeirsson, millivegalengdahlaupari úr Breiðabliki, keppir nk. helgi á tveimur sterkum alþjóðlegum mótum í Þýskalandi.

Á laugardaginn tekur hann þátt í 1500m hlaupi í Cuxhaven, hlaupi sem tíu hlauparar hlupu í fyrra á tímum frá 3:37 – 3:50 mín. Íslandsmetið í greininni er 3:41.65 mín í eigu Jóns Diðrikssonar UMSB og er það frá 1982. Annar á íslenska afrekalistanum frá upphafi er Ágúst Ásgeirsson með tímann 3:45.47 mín og er raunhæfur möguleiki á að Björn nálgist tíma hans en Björn er sem stendur fimmti á listanum með 3:48.53 mín. Á sama móti keppir Sveinn Margeirsson UMSS í 3000m hlaupi og að öllum líkindum Þórey Edda Elísdóttir FH í stangarstökki.
Á sunnudaginn er 1000m hlaup í Hamburg á dagskrá Björns. Íslandsmetið í þeirri grein á Jón einnig, 2:21.1 mín og vonast Björn eftir tíma á borð við 2:24 – 2:25 mín en hann á 2:33.4 síðan árið 1995.
Stjórnandi á