Kristján Gissurarson, stangarstökkvari úr Breiðabliki, vann í gær til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti öldunga í frjálsíþróttum sem fram fer um þessar mundir á Púerto Ríkó.

Kristján stökk 4,10 metra í flokki 50-55 ára og var 15 sentímetrum á eftir Bretanum Allan Williams, sem vann til gullverðlauna.

Kristján hefur æft af miklum krafti síðustu mánuði fyrir mótið og setti m.a. Norðurlandamet í sínum aldursflokki í stangarstökki innanhúss í vor, stökk 4,20 metra

piece out