Vilborg Jóhannsdóttir UMSS og Jónas Hallgrímsson FH luku í gær keppni í Evrópubikarkeppninni í fjölþrautum í Maribor í Slóvaníu.

Vilborg hlaut samtals 4.650 stig í sjöþrautinni, sem er 255 stigum frá hennar besta árangri.
Jónas lauk ekki tugþrautinni, hann felldi byrjunarhæð sína í stangarstökki 3.60m og hætti keppni eftir það.

Árangur Vilborgar í einstökum greinum var eftirfarandi:
100m grindahl.: 14.90s
Hástökk: 1.60m
Kúluvarp: 10.97m
200m: 26.95s
Langstökk: 5.11m
Spjótkast: 34.00m
800m: 2:36,94 mín.

Árangur Jónasar í fyrstu sjö greinunum var eftirfarandi:
100m: 12.05s
Langstökk: 6.45m
Kúluvarp: 12.35m
Hástökk: 1.89m
110m grindahl.: 16.03 sek.
Kringlukast: 39.02m

Heildarúrslit eru ekki enn komin inn á heimasíðu mótshaldara í Maribor, svo ekki ljóst í hvaða sæti Vilborg varð, en hún var í 20.sæti fyrir síðustu grein.
Stjórnandi á