Eftir fjórar greinar er Jón Arnar í 3. sæti á einu sterkasta tugþrautarmóti heims í Götsiz í Austurríki. Hann byrjaði á að hlaupa 100m á 10,79 sek, stökk í langstökki 7,85 m, hans besta stökk í tugþraut á ferlinum og hann þrumaði kúlunni 15,81 m. Nú rétt áðan stökk hann 2,00 m í hástökki. Samtals gerir þetta 3573 stig og ef hann heldur áfram á þessari braut þá heggur hann nærri Íslandsmetinu. Hver veit nema nýtt Íslandsmet í tugþraut komi fram í dagsljósið á morgun???
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.