Vésteinn Hafsteinsson hefur hætt sem landsliðsþjálfari Íslands. Hann hefur verið kletturinn í íslenska landsliðinu og er mikill missir af honum. Vésteinn var aðeins í hálfu starfi sem landsliðsþjálfari en býr útí Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni þar. Þetta starf tók rosalega mikinn tíma af fjölskyldunni hans og var hann ætíð á ferðinni til og frá Íslandi og til margra annara staða. Hann ákvað að snúa sér alveg að fjölskyldunni núna.

Nýlega var Guðmundur Karlsson Íslandsmethefi í sleggjukasti ráðinn sem nýi landsliðsþjálfari FRÍ en aðeins í hálfu starfi eins og Vésteinn var í. Ég vil óska honum til hamingju og vona að honum muni ganga vel í þessu starfi. Guðmundur hefur starfað sem landsliðsþjálfari áður og veit hann því hvað þetta felur í sér. Hann á mörg skemmtileg og krefjandi störf fyrir höndum.