Eftir MÍ seinustu helgi þá hefur FH lagt fram athugasemd sem gæti orðið að kæru til ÍSÍ útaf þátttöku Sunnu Gestdóttur í UMSS. FH hefur oftast unnið þessa keppni en nú í ár fór svo að UMSS vann, en reyndar er eftir 3000 m hlaup kvenna sem verður haldið síðar. Ef FH hefði unnið keppnina þá hefði ekkert orðið neitt mál útaf þátttöku Sunnu en eina sem þeir eru að vilja með þessu er að reyna að fá meiri stig fyrir sig, eða þar að segja að UMSS muni þá missa öll stigin sem Sunna vann sér inn.
Mér finnst FH sýna bara mjög mikinn óþroska með þessu, þátttaka Sunnu var bara til góðs fyrir Frjálsar Íþróttir á landinu, það er ekki gaman að horfa á keppni það sem 1 manneskja skarar það mikið fram úr hinum að enginn á séns í hana. Mér finnst miklu skemmtilegra að horfa á jafna keppni, td hlaupin milli Sunnu og Silju! Það setti vissan svip á keppnina að hafa Sunnu þarna, alltaf gaman að hafa bestu frjálsíþróttamanneskjurnar með á svona mótum!