Eru íslenskir frjálsíþróttamenn betri eða verri er spurning dagsins. Ekkert einfalt svar er til við þessari spurningu og langar mig því að skella fram mínum pælingum.

Erlendir íþróttamenn hafa eflaust betri aðstöðu en við og geta æft allt árið og jafnvel einbeitt sér að því allan daginn. Hinsvegar til þess að þeir fái aðgang að slíkum gersemum þá verða þeir að sýna hversu megnugir þeir eru. Þá kemur kannski það sem skiptir mestu máli og það er að á meðan hér á Íslandi eru ekki nema örfáar hræður sem eru að dútla sér í frjálsum þá er fjöldinn úti margfaldur á við okkur.

Bandaríkjamenn eru 280milljónir og Íslendingar eru 280þúsund. Bandarískir íþróttamenn fá alveg örugglega bestu þjálfun sem völ er á. Segjum sem svo að við eigum allra vegna 3 frjálsíþróttamenn, sem eru í fremstu röð í heiminum í sinni grein. Ættu bandaríkjamenn þá ekki að eiga 3000 frjálsíþróttamenn í fremsturöð? Ef hlutföllin ættu að haldast yrði það að vera svo og dreg ég það persónulega í efa að þeir eigi svo marga.

Tel ég því okkur Íslendinga ekkert síðri íþróttamenn. Hins vegar segja þessar tölur okkur að það gæti orðið langur tími í ólympíugull fyrir íslendinga, ef við þurfum að vera svona margir, því aðeins brot af þessum í fremstu röð nær í Gull.

Ég vil endilega fá viðbrögð og fleiri pælingar varðandi þessa grein.

Moen