Sko þannig er mál með vexti að ég sé alltof marga “kastara” koma inn í tækjasal og taka svo bara venjulega bekkpressu. Mig langaði að koma þeirri skoðun minni á framfæri að kastarar sem gera ekki annað en bekkpressu í tækjasölum eru fífl.

Bekkpressa hjálpar þér ekki að ráði í neinni kastgrein. hinsvegar ef þú hallar bekknum aðeins upp þá ertu strax kominn með e grundvallarhreyfinguna í kúluvarpi. Um Flug á bekk gilda sömu grundvallarlögmál.

Hér á eftir kemur svo þær æfingar, sem samkvæmt rannsóknum og reyndum þjálfurum kastara á borð við Didier Poppe, eru bestar fyrir hverja grein.

Kúluvarp.
Skáhallandi bekkpressa, hnébeygja, axlarpressa og kálfapressa.

Kringlukast.
Skáhallandi flug, hnébeygja, hliðarkreppur með þyngd og kálfapressa.

Spjótkast.
Yfirtog á bekk, Clean og jerk, tricep curl og skáhallandi flug.

Sleggjukast.
Hliðarkreppur með þyngd og kasta þungum bolta afturfyrir til hliðar við sig (eins og þú sért að sleppa sleggjunni).

Auk þessara æfinga er core-ið mikilvægast, það er kviður, skávöðvar kviðar og mjóbak.

Ég er samt ekki að segja að það að gera bekkpressu sé taboo. Vildi bara vekja athygli á því hvað hún hjálpar lítið og hvaða æfingar hjálpa meira.