Jón Arnar Magnússon keppir á Meistaramóti Íslands í frjálsum í fjölþrautum sem fram fer í Baldurshaga (undir stúku Laugardalsvallar), í Laugardalshöll og Íþróttahúsinu í Grafarvogi núna á föstudag og laugardag.
Hann á Íslandsmetið í sjöþraut innanhúss (6293 stig fra 1998)
Gaman verður að sjá hvernig staðan er á Jóni Arnari núna - vonandi tekst honum að nálgast íslandsmet sitt þegar líður á veturinn.

Vilborg Jóhannsdóttir UMSS keppir líka í mótinu, hún er Íslandsmethafi í sexþraut kvenna innanhúss (4007 stig frá 2001)
Vilborg er á uppleið í þrautinni - þrátt fyrir mjög slæm meiðsli frá í júlí sl., en þá meiddist hún á ökkla á stökkfætinum í STANGARSTÖKKI !!
Hún hefur átt mjög erfitt uppdráttar í æfingum í t.d hástökki og langstökki í hsust og vetur út af því en vonandi tekst henni að stökkva eitthvað um helgina.

Bæði Jón Arnar og Vilborg eru svo að fara að keppa í stórmótum erlendis í þrautum - Jón Arnar í Tallin (EST) 2.-3. febrúar og Vilborg í Stokkhólmi (SWE) 2.-3. mars nk