Fólk sem er ekki mikið í sviðsljósinu Svo ákvað ég líka að skrifa um frjáls íþróttafólk sem er ekki mikið í sviðsljósinu t.d: Bergrós Ingadóttir æfir með Fjölni. Aðal grein hennar er langstökk, hennar besti árangur í þeirri grein er 5,52.
Svo Bjarni Þór Traustason sem æfir með FH. Aðal greinar hans eru langstökk og 200m spretthlaup. Met hans í langstökkinu er 7,36 en í 200mspretti er það 21,55.
Vigdís Guðjónsdóttir æfir með HSK í spjótkasti. Þar á hún íslandsmetið sem er 55,54
Þessa kannast kannski einhverjir við. Martha Ernstdóttir sem æfir hjá ÍR. Greinin hennar er Maraþon og Íslandsmetið og met tími hennar er 2:32:15
Fría Rún Þórðadóttir æfir líka með ÍR og hennar grein er Millivegalengdarhlaup (5000m) en ég er ekki alveg viss um hver tími hennar var:(.
Andri Karlsson er með Breiðablik og grein hans er 100m spretthlaup,þar er tímin hans 11,05.
Óðin Björn Þorsteinsson er Kringlukastari hjá ÍR, hans met lengt er 55,72m.
Silja Úlfarsdóttir æfir með FH og hennar aðalsgrein er 400mspretthlaup þar er met tímin 53,98.
Reynir Logi Ólafsson er líka í spretthlaupinu(100m) Hann er hjá Ármani, besti tími hans er 10,63
Sumir kannast við þennan: Ólafur Guðmundsson er hjá HSK hann er í tugþraut og hann hefur fengið 7535stig í tugþraut.