Usain Bolt  I.hluti - Unglingsárin og leiðin til frægðar Þeir sem að hafa fylgst með ólympíuleikunum í Peking, eða í rauninni bara með fréttunum undanfarna daga, hafa án efa tekið eftir hinum risavaxna blökkumanni Usain Bolt. Að mínu mati er hann búinn að vera stærsta stjarna þessara ólympíuleika ásamt sundmanninum Michael Phelps en ‘lightning’ Bolt ('þrumufleygurinn' á ísl.), eins og fjölmiðlar eru byrjaðir að kalla hann, setti bæði heimsmet í 100m og 200m hlaupi rétt eins og að drekka vatn. Ég ætla hérna að koma með umfjöllun um þennan stórkostlega íþróttamann sem að varð 22 ára í gær (sami afmælisdagur og ég :-P).


Upphafið
Bolt fæddist í Trelawny í Jamaíku þann 21.ágúst 1986. Hann æfði krikket þegar hann var ungur og var víst efnilegur þar en þegar krikketþjálfarinn hans sá kraftinn og hraðann í honum sagði hann Bolt að prófa frjálsar íþróttir. Þaðan var ekki aftur snúið en hann óx mjög fljótt og bætti sig með hverju mótinu. Aðeins 15 ára gamall tók hann þátt í Heimsmeistaramóti unglinga árið 2001, sem haldið var í Ungverjalandi, en komst ekki í úrslit í 200m þrátt fyrir að setja nýtt persónulegt met, 21.73. Árið eftir sigraði hann bæði 200m og 400m hlaupin á Meistaramóti unglinga í Mið-Ameríku og á Karíbahafinu, Meistaramóti framhaldsskólanna og á CARIFTA-leikunum (stórt mót á Karíbahafinu). En hann setti meistaramóts met í báðum hlaupunum á CARIFTA-leikunum þegar hann hljóð 200m á 21.12sek og 400m á 47.33sek.


Fyrstu skrefin
Sama ár, 2002, var Heimsmeistaramót unglinga haldið á heimslóðum í Kingston á Jamaíka og þar var tækifærið hans til þess að sýna getu sína. Bolt var orðinn 196cm á hæð og búinn að styrkja sig mikið. Hann rúllaði upp 200m hlaupinu á nýju pd, 20.61 og varð hann þar með yngsti gullverðlaunahafi sögunnar, aðeins 15 ára (á 16 ári). Einnig vann hann tvö silfur í 4x400 og 4x100 þar sem að sveitirnar hans settu Jamaísk met í báðum hlaupum. Hann vann síðan sama hlaup árið eftir og hljóp þar á 20.40 og setti aftur mótsmet þrátt fyrir mikinn mótvind.


Athygli heimsins vakin
Bolt ákvað að einbeita sér að 200m og jafnaði heimsmet unglinga, 20.13, á Ameríkumóti unglinga árið 2003. Eftir að hafa sett ný Jamaísk skólamet í 200m og 400m hlaupum ákvað hann að taka þátt í Heimsmeistaramótinu sem fór fram í París en vegna sýkingu í auga gat hann ekki tekið þátt.
Árið 2004 setti hann heimsmet unglinga í 200m og varð þar með fyrstur unglinga til þess að hlaupa undir 20sek þegar hann hljóp á 19.93 á CARIFTA-mótinu. Bolt stefndi á Ólympíuleikanna í Aþenu 2004 fullur af sjálfstrausti en vegna smávægilegra meiðsla komst hann ekki upp úr undanriðlunum með hlaupi upp á aðeins 21.05. Hann hafði þó vakið mikla athygli enda búinn að setja nokkur heimsmet og kepptust Bandarískir háskólar við að gefa honum skólastyrki en hann ákvað að halda tryggð við heimalandið og fór í Tækniháskóla þar.


Atvinnumaðurinn
Nýr þjálfari kom til sögunnar 2005 þegar Glen Mills, aðalþjálfari Jamaíska frjálsíþróttalandsliðsins, byrjaði að gera hann að professinal spretthlaupara en Bolt hafði verið þekktur fyrir stæla og óatvinnumannslegt viðhorf. Honum gekk vel í undanrásunum á Heimsmeistaramótinu í Helsinki en meiddist í úrslitunum og endaði seinastur. Ekkert hafði gengið hjá honum á stórmótum hingað til en hinn 18 ára gamli Bolt var ekki á því að gefast upp og æfði vel og komst á top5 á heimslistunum 2005 og 2006. Hann setti nýtt pb í 200m á Grand Prix mótinu í Sviss þegar hann hljóp á 19.88 en endaði á eftir Xavier Carter og Tyson Gay.

Tveimur mánuðum seinna vann hann sín fyrstu major verðlaun en hann endaði þriðji á stórmóti í Þýskalandi. Nokkru seinna vann hann síðan silfurverðlaun á Heimsmeistaramóti í Aþenu en endaði á eftir Wallace Spearmon sem að bætti met Bolt og hljóp á 19.87. Árið 2007 sagði Glen Mills, þjálfarinn hans, að ef að hann gæti bætt Jamaíka metið í 200m mætti Bolt hlaupa 100m. Hann gerði sér lítið fyrir á Jamaíska meistaramótinu og bætti 36 ára gamalt met Don Quarrie um 11 sekúndurbrot og hljóp á 19.75.


Annar hluti kemur á næstunni en þar verður fjallað um árangur hans til dagsins í dag og meira um persónulegt líf hans.