Já - við erum nú eiginlega alltaf að tala-skrifa um íþróttamenn sem allir þekkja.
Hvað um að lífga aðeins uppá þetta og skrifa um þá sem eru minna þekktir og vonandi á uppleið !!
Ég get nefnt íþróttamenn eins og Sunnu Gestsdóttur (UMFT) - hún náið óvæntasta árangri ársins 2001 (Ísl.met í 200m inni og Ísl.met í langstökki 6,24m.
Sunna er búin er vera í sportinu lengi og m.a var hún í USA í háskóla og keppti og æfði þar í nokkur ár.

Rakel Ingólfsdóttir (FH) sem er nýbyrjuð (kannski 2 ár !?) og er að taka stórstígum framförum.
Hún er fyrsti langhlaupari kvenna sem kemur fram í mörg ár og er eitthvað að fara upp á við.

Sólveig Hildur Björnsdóttir (UMFT) hún er búin að vera lengi í sportinu (100m grind og spretthlaup) án þess að gera neitt sérstakt með hæfileikana nema “vera með”
Hún skipti um félag í fyrra (var í BBlik) og hefur tekið miklum framförum á síðasta ári (13,99sek í 100m grind)
Svo er að sjá hvað framhaldið verður - ég spái að hún veiti Silju úlfars (FH) og Sunnu Gestsdóttur (UMFT) mikla keppni í 100m og 200m næsta sumar.
Ég er hreint ekki viss hver þeirra verður best í 100m !!!!!

Vilborg Jóhannsdóttir (UMFT) Hún er búin að vera mjög lengi að byggja upp sinn feril í frjálsum.
Byrjaði sem “no name” (í nokkur ár meira að segja- 1992-1997)
Hún er ein af þessum íþróttamönnum sem GEFAST ALDREI UPP !
Hún hefur loksins síðustu 3 árin verið að bæta sig og hefur farið hratt upp á við (Ísl.met í sexþraut innanhúss 2001 t.d)

Svo er spurning hvort einhver fer að koam á eftir Einari Karli í Hástökkinu upp í svona upp í 2,10m eða aðeins hærra

Á einhver von á því á næstunni ?

Hvernig er svo staðan í t.d 800m hlaupunum hér á Íslandi ?
Er einhver á leiðinni undir 1:50 hjá körlunum og undir 2:10 hjá konunum ??