Jón Arnar Magnússon, einn besti íþróttamaður íslendinga er því miður ekki að gera góða hluti :(. Hann var 3-4 sinnum valin íslenski íþróttamaður ársins byrjaði ferillin með glæsibragi og náði 4.sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 1996 þetta er hans besti árangur til þessa. Hann á Íslandsmet í 100m hlaupi, Grindahlaupi, langstökki , stangarstökki (held ég), 200m hlaup og 400m hlaup.
Það er frekar slapt að hann hefur aldrei náð að klára heimsmeistaramót. Hann hefur alltaf meitt sig brotnað eða gengið illa veit ekki samt allt. Ég fór að spá í hvenær hann mundi hætta! en hann er harður karl og ég held að hann nái Ólympíuleikunum árið 2004 (ef hann kemst???). Á Landsmótinu á Egilsstöðum í fyrra náði hann glæsilegum árangri :). Hann var að reyna að bæta Íslandsmet sitt í Langstökki. Hann náði alltaf yfir íslandsmetið en meðvindurinn var alltaf of mikill. Mér finnst skrítið að hann nær alltaf mjög góðum árangri í litlum mótum en dettur alltaf á bossan í stórmótunum útaf einhverri skrítni ástæðu.