Þórey Edda stangarstökkvari úr FH varð í 9 sæti yfir besta árangurinn í kvennaflokki á þessu ári að mati tímaritinnu Track and field News..
Track And Field´s tímaritið hefur valið 10 bestu íþróttamenn í hverri grein síðam 1947 og nokkrir íslendingar hafa hlotið þennan heiður að komast á listan hjá þessu virtasta og stærsta frjáls íþrótta tímariti.
Þetta er í fyrsta skipti sem Þórey Edda er meðal tíu bestu stangarstökkvara ársins að mati blaðsins og hún á það nú líka skilið að vera á þessum lista eftir frábærar framfarir á þessu ári.
Hún er eini íslendingurinn sem er á listannum þetta árið en Vala Flosadóttir var í 5 sæti lista stangarstökkvara árið 2000 og var einnig meðal 10 efstu árið 1996,1998,1999.
Það kemur örugglega engum að óvart að Stacy Dragila er efst á listanum enda er hún heimsmeistari og heimsmethafi.
Svetlana Feofanova frá Rússlandi er í 2 sæti og 3 sæti er hin pólska Monika Pyrek í 3 sæti.
Þessar 3 voru efstar á Heimsmeistaramótinnu í Edmonton.
Við skulum nú bara vona að Vala vakni til lífs og Þórery Edda sýni meiri framfarir og svo verðum við líka að sjá Jón Arnar og Einar Karl og Silju á þessum lista