Í gegnum tíðina hjá Þ'oreyju Eddu hefur það á stundum verið rosalega barátta að fá inni fyrir Þóreyju á bestu mótunum. Nú er svo komið að það er hreinlega óskað eftir því að hún komi segir Vésteinn Hafsteinsson sem er landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum og hann þjálfar Þóreyju Eddu "Það er ljóst að frábær árangur hennar á þessu ári hefur skilað henni mikilli auglýsingu og það er að sjálfsögðu hið besta mál. Nú þurfum við frekar að velja úr mótum heldur en hitt sagði Vésteinn í viðtali fyrir nokkru.
Þórey varð bandarískur háskólameistari í stangarstökki snemma á þessu ári og fylgdi árangri sínum eftir með því að komast í úrslit á HM í Edmonton í sumar og hún hafnaði í sjötta sæti og stökk 4,45 metra sem er einn allra besti árangur ársins utandyra. Þá lyfti hún sér yfir 4,51 þegar hún vann gullið á bandaríska háskólameistaramótinu og setti Íslands og Norðurlandamet sem enn stendur. Íslenskur stangarstökkvari í kvennaflokki hefur ekki stokkið hærra en þetta hvorki utanhúss né innan.
Og líka Vala flosa stökk lægra en hún Þórey og hún hafnaði ,eins og margir vita,í eitthvað?10 sæti eða komst ekki í úrslit.
IAAF ætlar að leggja mikinn kraft í stigamótaröð sína sem fer fram í febrúar en á henni verður m.a. keppt í stangarstökki kvenna. Heimsmethafinn í stangarstökki kvenna, Stacy Dragila frá Bandaríkjunum,, hefur held ég boðað þátttöku sína á öllum mótunum fjórum. Þá verður talsvert verðlaunafé í boði á mótunum sem fram fara í Stokkhólmi Gent Birmingham og Lievin.

Vésteinn sagðist reikna með að Þórey hefji keppnistímbilið 25. janúar í Karlsruhe og tveimur dögum síðar keppir hún í Dortmund á boðsmóti. Ráðgert er að hún keppi á ellefu alþjóðlegum mótum á hálfum öðrum mánuði auk Evrópumeistaramótsins í Vínarborg 1.-3. mars. Afsakið málvillurnar ég þarf að æfa mig í því!
___________________________________________________________________
Takk fyrir:Flipskate