Einu sinni var ég var á móti úti á landi og systir mín var að keppa líka.
Ég var bara 6 ára en allir aðrir voru 9-10 ára
og ég átti að keppa í 60 metra hlaupi.
Ég gerði mig tilbúinn og dómarin skaut úr byssunni og allir hlupu af stað og ég dróst svo mikið aftur úr af því að þeir voru 3-4 árum eldri þannig ég stoppaði eftir 30 metra og fór að grenja og hljóp til mömmu og hélt á fram að grenja.
Þetta er eitt það ömulegasta sem hefur skeð fyrir mig á allri ævinni.
Það var varla að ég þorði að keppa aftur.
Ég átti reyndar líka að keppa í hástökki en það var ekki séns að ég myndi þora að keppa, af því að þetta voru sömu strákar sem ég var að keppa við í 60 metra og í hástökkvi.
Samt var hástökk það skemmtilegasta greinin þegar ég var 6 ára og það er það ennþá.
Hafið þið sem eruð æfa, einhverja álíka sögu að segja okkur notendunum á huga??
Samt þegar ég pæli í því þá finnst mér þetta bara fyndið núna!