Tékkneski spjótkastarinn Jan Zelezny hefur ákveðið að hætta sem meðlimur í Alþjóða Ólympíunefndinni og einbeita sér þess í stað að því að vera áfram fremsti spjótkastari veraldar. Zelezny var kjörinn í nefndina árið 1999 sem fulltrúi íþróttamanna en segir nú að starfið í nefndinni sé allt of tímafrekt fyrir íþróttamann í fremstu röð. “Ég get ekki sinnt öllum þeim skyldum sem mér ber að gegna sem nefndarmaður á meðan ég æfi á fullu. Mér fannst ég þurfa að velja á milli og ég var ekki tilbúinn til að hætta í spjótkastinu,” sagði Zelezny.
Skærasta stjarna leikana í Berlin 1936 var Bandaríski blökkumaðurinn Jesse Owens. Hann van fern gullverðlaun, í 100m hlaupi, 200m hlaupi, 4X100m í boðhlaupi og langstökki. Í 100m hlaupinu jafnaði hann met Eddie Tolans (10,3 sek) og í 200m hlaupinu bætti hann nýtt Ólympíumet,20,7 sek. Árið áður hafði hann sett heimsmet í báðum greinum. Í langstökkinu átti hann í höggi við Evrópumethafan Luz Long frá Þýskalandi(frekar japanst nafn er það ekki?) og stökk 8,06 Í síðasta stökkinu. Heimsmetið átti hann sjálfur (8,13), sett 1935 og stóð til ársins 1960.
Owens var í Bandarísku boðhlaupssveitini í 4X100m boðhlaupinu og hljóp hún á glæsilegu heimsmeti,39,8sek. með honum í sveitini voru Ralph Metcalfe, Foy Draper og Frank Wykoff. Sá síðastnefndi (Frank Wykoff) Var einnig í boðhlaupssveitini þegar þeir sigruðu árin 1928 og 1932.