Ég ætla að byrja á að segja þetta gerðist fyrir 1300- 600 árum!.

Á Ólympíuleikunum kepptu ekki einongis fulltíð karlar heldur einnig piltar sérstaklegaí nokkrum greinum. Ekki er vitað hver aldursmörkinvoru en í Spörtu voru þau um 18 ára aldur. Á 103. leikunum árið 368 f.kr.verð 12 ára piltur, Damiskos að nafni, hlutskarpastur. Piltar kepptu í fyrsta sinn á Ólympíuleikunum árið 632 f.kr. og þá í spretthlaupi sem var sennilega nokkru styttra(um1/6) en spretthlaup karla. Á næsyu leikum á eftir kepptu piltar einnig í fimmtarþraut en aðeins í það eina skiptið. Má vera að þrautin hafi verið felld niður vegna þess hún var of erfið fyrir hina ungu Íþróttamenn. Aftur á móti fengu þeir að reyna sig í hnefaleik á 41.leikunum árið 611 f.kr.Fjórum öldum síðar, á 145.leikunum árið 200 var svo gífursglímuni bætt við.Piltarnir kepptu í hverri greinini á fætur annari og höfðu lokið keppni þegar röðin kom að þeim fullorðnu. Stúlkur kepptu einnig í Ólympíu en ekki á Ólympíuleikunum heldur á sérstöku móti sem haldið var á 5ára fresti og gyðjumi Heru til dýrðar. Eina keppnisgreinin var spretthlaup sem líklegast var eins langt og spretthlaup piltana. Eflaust gætti hér áhrifa frá Spörtu því þar tíðkaðist að stúlkur kepptu í hlaupum á hátíðum sem haldnar voru til heiðurs veiði gyðjuni Artemis. Stúlkurnar hlupu í stuttum kyrtli með hárið óbundið og annað brjóstið bert. Sigurlaunin voru sveigur úr olíuviðargrein og hluti af nauti sem fórnað hefur verið til dýrðar Heru.