Jafnframt samþykkti þingið að skipa sérstaka nefnd,Alþjóðaólympíunefndina, til að hafa yfirumsjón með undirbúningi og framkvæmd leikana. Coubertin var kjörin ritari nefndarinnar en eftir leikana en eftir leikana í Aþenu tók hann við sem forseti hennar og gegndi því embættti til ársins 1925. Hann var orðin 61 árs og gat ánægður litið til baka yfir farin veg. Hann hafði komið Ólympíuleikunum á legg og fleytt þeim yfir mestu byrjunaörðugleikana.
Tilgangur Coubertins með því að endurvekja Ólympíuleikana var ekki einskorðaður við það að koma leikunum á. Í hans augum áttu leikarnir að gegna mikilvægu hlutverki. Þeir áttu að stuðla að því að íþróttir yrðu fastur liður í uppeldi æskunnar og þeir áttu að gera íþróttirnar alþjóðlegar, að eign allra, allra þjóða og fólks af öllum stéttum.þess vegna áttu þeir að standa öllum opnir á tillits til þess hvaðan hver kæmi oh hverra manna hann væri. En Coubertin gerði sér vel ljóst að ágæti íþrótta er ekki sjálfgefin hlutur og þess vegna brýndi hann fyrir áhangendum íþrótta: ,,íþróttir geta leyst hinar göfugustu og hinar lægstu hvatir úr læðingi. Þær geta alveg jafn eflt óeigingirni og sæmd eins og peningagræðgi;þær geta verið drengilegar eða mútuþægar, mannlegar eða dýrslegar.Það má alveg eins nota þær til þess að stuðla friði eins og til að undirbúa stríð.
Á meðan fyrri heimsstyrjöldin geisaði flutti Coubertin höfuðstöðvar Alþjóðaólympíunefndina til Lausanne í sviss. Þar lést hann 2 september 1937. Að hans eigin ósk var hjarta hans jarðsett í Ólympíu