Mig langar að segja ykkur frá því að um þar seinustu helgi fór ég í æfingabúðir með úrvalshópi í frjálsum. Ég var yngsti strákurinn þarna, en búðirnar eru fyrir 15-20 ára en ég er bara 14, en ég komst inn af því að ég náði einhverju lágmörkum.
Það sem gert þarna var mjög skemmtilegt. Við byrjuðum á föstudeginum á smá fundi með Vésteini landsliðsþjálfara, síðan fórum við út og tókum mjög góða en stutta æfingu (bara kortér). Eftir það fórum við inn og fengum okkur að borða og svo kom Þorgrímur Þráinnson og hélt fyrirlestur um sjálfsöryggi, svo máttum við fara heim.
Næsta dag mættum kl 09:30 go tókum tveggja tíma langa æfingu og fórum svo á salatbara Eika og fengum okkur að borða. Eftir það var svo fyrirlestur um næringu og svo fórum við í World Class í spinnning með Gauja litla.
Á laugardagskvöldið kom svo Þórey Edda Elísdóttir stangastökkvari úr FH og talaði við okkur um hvernig það væri að keppa í útlöndum og hún og Vésteinn sögðu okkur nokkra stangarstökkssögur.
Á sunnudaginn var svo æfing á sama tíma og við fórum aftur á Salatbar Eika. Síðan kom sálfræðingur sem ég man ekki hvað heitir og talaði við okkur um margt sem tengist sálfræði í frjálsum.

Næstu æfingabúðir verða í febrúar og ég ætla örugglega þangað.