Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hélt í gær fyrsta undirbúningsfund sinn með sérsamböndum ÍSÍ vegna 25. Sumarólympíuleikanna sem haldnir verða í Aþenu í ágúst 2004. Góð mæting var á fundinn. ÍSÍ hefur óskað eftir því að sérsamböndin hefji formlegan undirbúning með því m.a. að velja Ólympíuhóp í sínum íþróttagreinum og er stefnt að því að myndun slíkra hópa verði frágengin um mitt sumar 2002. Á fundinum var jafnframt kynnt styrkjakerfi Alþjóða Ólympíunefndarinnar en ÍSÍ hefur uppi áform um að reyna að fá sem flesta styrki til að undirbúa sitt afreksfólk sem allra best fyrir leikanna.