Gengið hefur verið frá samningi við íþróttavöruverslunina Afreksvörur í Síðumúla í Reykjavík um að vera með netverslun á merkisberar.is. Að sögn Daníels Smára sem rekur Afreksvörur og er landsfrægur hlaupari, er þetta kærkomið tækifæri til að efla verslunina og hækka þjónustustigið. Nú geta allir hvar sem er á landinu verslað íþróttavörur frá Afreksvörum og fengið þær sendar heim. Úrvalið í netversluninni verður svipað og í versluninni í Síðumúla og stefnt að því að auka úrvalið síðan jafnt og þétt. Verðlag verður mjög hagstætt og samkeppnisfært við aðra sambærilegra vöru hvar sem er á landinu. Einnig verða í gangi sérstök tilboð í hverjum mánuði sem send verða út með rafrænu mánaðarlegu tímariti merkisbera.is.

Verslunin Afreksvörur opnaði þann 11 nóvember 2004 en fyrirtækið var stofnað nokkrum mánuðum fyrr til að annast innflutning á New Balence skóbúnaði. Fljótlega kom í ljós að rekstur heildverslunar með íþróttavörur yrði þungur róður í okkar samkeppnisumhverfi og kveiknaði þá sú hugmynd að opna sérhæfða verslun fyrir hlaupara og annað íþróttafólk. Tilgangurinn var m.a. sá að nýta sérþekkingu rekstraraðila og bjóða hlaupurum uppá þjónustu sem þá var ekki til staðar á íslandi. Nú hefur verslunin starfað í eitt ár og fengið að þróast að okkar markaði en sérstaða hennar liggur m.a í eftirfarandi:

Sérhæfð göngugreining og ráðgjöf við val á skóbúnaði með hliðsjón af hlaupastíl. Ennfremur sala á sérhæfðum innleggjum til að ná fram því besta hjá hverjum og einum.
Landsins mesta úrval af aukahlutum fyrir hlaupara. Drykkjarbrúsar, orkuvörur og næringadrykkir, hlaupakeðjur, hlaupaljós, púlsmælar o.m.fl.
Afreksvörur bjóða frábært úrval af hlaupafatnaði frá Sugoi í Kanada. Sérhæfð lína í öllum hugsanlegum litum, frábær efni og mikil gæði á sanngjörnu verði.
Hjá Afreksvörum starfa einungis einstaklingar með mikla reynslu af hlaupum.
Hlaupahópum býðst að koma utan opnunartíma á kynninarkvöld og njóta sérkjara.
Við hjá Afreksvörum leggjum metnað okkar í að gera þitt sport ánægjulegra með því að miðla af áratuga reynslu og bjóða uppá úrvalsvörur sem henta þér allt árið um kring.
Rekstraraðili Afreksvara er Daníel Smári Guðmundsson.;)ég elska frjálsa