Pierre de Coubertin hefur verið kallaður faðir Ólympíuleikana. þann heiður á hann fyllilega skilið því það var fyrst og fremst hann endurvakti þá og mótaði fyrirkomulag .eirra og störf Ólympíuhreyfigarinnar. Coubertin var af einni elstu ætt Frakklands. Hann fæddist 1.Janúar 1863 og varð því aðeins 8 ára þegar Frakkar báðu ósigur fyrir þjóðverjum í stríðinu 1870-1871. Sá ósigur hafði djúptæk áhrif á Frönsku þjóðinaog hvæíldi eins og skuggi yfir henni um langt skeið. Þessar ástæður höfðu sín áhrif á uppvaxtarár Coubertins og mótuðu viðhorf hans. Hjá honum vaknaði þrá í brjósti til að vinna þjóð sinni gagn og efla henni dáð. Coubertin var ætlaður fram í hermennsku en hann sneri baki við henni og settist að í Sorbonneháskólan til að lesa heimspeki og sögu.
Coubertin stundaði margar íþróttir í æsku en það var ekki fyrr en hann heimsóti Jesus-skólan í Windsor á Bretlandi sem starfaði í anda Thomasar Arnolds, skólastjóran í Rugby að augu hans opnuðust fyrir mikilvægi íþrótta í uppeldi. Nokkru síðar átti hann þess kost að ferðast til Bandaríkjana til að kanna áhrif kenninga Arnolds í nýja heiminum.
Eins og margir aðrir sá Coubertin í uppeldi Forn-Grikkja lýsandi fordæmi og endurreisn Ólympíuleikana sá hann leið til að ryðja nýjungum í uppeldi braut.