Maurice Greene Maurice Greene var í miklu uppáhaldi hjá mér á meðan hann keppti. Kappinn er fæddur þann 23. júlí árið1975 í Kansas City, Kansas, Bandaríkjunum. Hann var sigursæll á ferli sínum sem spretthlaupari og setti tvö heimsmet í 60m og
eitt í 100m spretthlaupi. En aðeins meira um fortíð hans.

Þegar hann var ungur var hann mikill fótboltamaður og dreymdi um að verða fótboltastjarna. Hann spilað “tailback” eða sóknargjarn bakvörður fyrir lið sitt og seinna meir fékk hann styrk til að spila með Hutchinson Community Collage. En þá breyttist allt, stuttu áður en að hann var að fara í fótboltabúðir(æfingabúðir) þá hætti hann við allt og ákvað að verða frjálsíþóttamaður þar sem hann var mun meiri hlaupari en fótboltamaður.

Þegar hann var tuttugu ára tók hann þátt í fyrsta stórmóti sínu; Heimsmeistarakeppninni í Gautaborg, en komst ekki í gegnum fjórðungsúrslitin. Sama ár lenti hann í 4. sæti í heimsmeistaramóti innanhús í Barcelona (60m). Eftir það byrjað allt að ganga vel, á næstu sjö árum vann hann sextán verðlaun, fjórtán gullverðlaun, eitt silfur og eitt brons, þar á meðal varð hann tvöfaldur Ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari.

Maurice Greene setti árið 1999 heimsmet í 100m, 9.79 sek. og bætti met Donovan Baily um 0.05 sek. Hann jafnað heimsmet Donovan Baily í 50m innanhús en það var aldrei skráð, hann bætti hinsvegar tvisvar 60m innanhús og þau met halda ennþá.

En ferill hans byrjað fljótlega að dala, árið 2002 bætti Tim Montgomery metiðum 0.01 sem var hinsvegar fellt útaf ólöglegri lyfjamisnotkun en þessi síðstu þjú ár Greene voru daufleg en hann lenti í þriða sæti á Ólymíuleikjunum í Aþenu, árið 2004. Hinsvegar tók Asefa Powell metið löglega og hljóp 0.01sek betur en Montgomery, eða á 9.77. Á síðstu þemur árum hans vann hann aðeins tvö gull og eitt brons sem telst smávægilegt miðað við feril hans. Síðsta gullið kom árið 2004 á U.S. Olympic Team Trials í 100m.

Til að viðhalda einbeitingunni og ákveðinni las hann eftirfarandi texta daglega:
“Every morning in Africa a gazelle wakes up. It knows it must run faster than the fastest lion or it will be killed. Every morning a lion wakes up and it knows it must run faster than the slowest gazelle or it will starve to death. It doesn't matter if you're a lion or a gazelle, when the sun comes up, you better be running.”

Þetta sýnir það að Maurice Greene gerði alltaf eins vel og hann gat og lagði sig allan fram. Enda komst hann þetta langt.

——

Örugglega minn uppáhalds frjálsíþóttamaður og finnst mér leiðinlegt hve lítið af heimildum eru um hann á netinu og endilega ef þið vitð eitthvað meira að bæta því við.
kv. siggi