Ferill minn í frjálsum íþróttum Ég ætla hér að segja aðeins frá ferli mínum í frjálsum íþróttum. Þótt hann sé ekkert mjög merkilegur þá finnst mér áhugamálið vera dautt og af hverju ekki að skella einni grein inn. Svo er þetta líka fyrsta greinin mín á þetta áhugamál og líka sú fyrsta á hugi.is.

Ég heiti Brynjar og er 14 ára (92) og hef æft frjálsar hjá Hetti frá því að ég byrjaði í skóla. Það var nú eiginlega vinur minn sem dró mig útí frjálsarnar og hef ég bara fests í þeim, svo byrjaði ég líka að æfa fótbolta og var í þessum báðum íþróttagreinum í nokkur ár þangað til í 7. bekk, þá hætti ég í fótbolta, mér fannst ég vera betri í frjálsum og hætti því í fótbolta, svo var hann orðin frekar leiðinlegur fannst mér, ég hef prófað mjög margar íþróttir en aðeins hef ég fest mig í þessari.

Ég á heima á Egilsstöðum og æfi hjá Hetti. Þjálfarinn heitir Lovísa og er hinn fínasti þjálfari. Við erum ekki mörg að æfa nú um þessa stundina, kannski 5-6, en svo eru 10 ára og yngri krakkar, þar eru eitthvað um 8-10 krakkar. Æfingar í vetur eru 3x í viku, þriðjudaga kl. 19:00-20:00, fimmtudaga kl. 17:00-18:00 og Föstudaga kl. 17:00-18:00.

Ég hef keppt á fjölmörgum mótum og það stærsta sem ég hef tekið þátt í er Gautaborgarleikarnir í Svíþjóð sumarið 2006. Svo keppi ég árlega á Sumarhátíðinni sem haldin er á Egilsstöðum, Svo reynir maður að komast á meistaramótin og svo fer maður árlega á unglingalandsmótið. Ég keppi fyrir UÍA á flestum mótum

Ég er nánast góður í öllum greinum þótt maður eigi sýnar sterku og veiku hliðar.
Ég er líklega bestur í langhlaupum og er með mjög gott þol þótt ég myndi vilja hafa það aðeins betra, svo er ég fínn spjótkastari, fékk bronsverðlaun á meistaramótinu sumarið 2005, kastaði 36,50m. Mín slakasta grein er líklega 100m, hleyp rétt undir 14 sek. og ekki er það nógu gott.

Frjálsíþróttamenningin á Austurlandi er ekki mjög mikil en eigum við þó nokkra góða, meðal annars tvo 800m. hlaupara sem eru í afrekshóp, mér finnst líka frjálsar íþróttir á íslandi ekki mjög stór á mælikvarða við fótboltann og aðrar íþróttagreinar.
Hvað finnst ykkur?

Hérna ætla ég að setja besta árangur minn í þeim greinum sem ég hef keppt í:

100m. 13.97 Meistaramót íslands, miðjan ágúst 2006
800m. 2.26.71 Meistaramót íslands, miðjan ágúst 2006
80m grind: 14.09 Meistaramót íslands, miðjan ágúst 2006
Langstökk: 4.68 Sumarhátíð UÍA lok júlí 2006
Hástökk: 1.45 Meistaramót íslands, miðjan ágúst 2006
Spjótkast: 36.88 (400g.) Meistaramót Íslands, miðjum ágúst 2005
Spjótkast: 29.20m. (600g.) Gautaborgarleikarnir, 5-12 júlí 2006
Kúluvarp: 10.65m. (3kg.) Meistaramót íslands, miðjan ágúst 2006
Kúluvarp: 8.17m. (4kg.) Gautaborgarleikarnir, 5-12 júlí 2006

Ekki ætla ég að hafa þetta mikið lengra, svo engin skítköst því þetta er mín fyrsta grein hér en alls ekki sú seinasta.
^_^