Bergþór Bergþór er vinur minn í 9. bekk og að mínu mati er hann mjög efnilegur.

Eins og stendur á UMSB.is
Þegar að Bergþór Jóhannesson kastaði kúlunni á Meistaramóti Íslands 14,42 setti hann Héraðsmet UMSB. Metið var áður 13,36 þannig að ljóst er að Bergþór bætti eigið met um meira en einn metra sem verður að teljast stórglæsilegur árangur. Til enn frekari sönnunar um hversu mikið Bergþór hefur bætt sig á milli ára þá voru öll fimm köstin sem hann framkvæmdi löglega á Meistaramótinu bæting á gamla héraðsmetinu (13,63, 13,62, 13,55, 13,54, 14,42).

Þessi frétt segir okkur það að hann sé ansi góður í kúluvarpi en hann er ekki bara góður þar heldur er hann líka góður í hlaupagreinum, ef ég tæki nú fyrstu 3 sætin, tíma, aldur og vind í 100 metra hlaupi 13-14 ára á Héraðsmóti UMSB seinast:
1. Bergþór, vindur -2,48, tími 13,83, 14 ára
2. Einar Ö. G., vindur -2,48, tími 14,31, 14 ára
3. Hannes R. L.(það er víst ég), vindur -2,34, tími 15,67, 13 ára

Þarna var Bergþór 0,48 sek. á undan Einari Ö. G.

Síðan er Bergþór ansi góður í langstökki.
Á ársmóti Reykdæla minnir mig að hann hafi sett met og hann stökk nánast yfir gryfjuna(samt er þetta ekki stór gryfja), því miður hef ég engar tölur af því móti en þar setti Bergþór hvert metið á fætur öðru.
Á ársmóti UMSB þá stökk hann 4,86 með 0,8 í vind, næsti á eftir Bergþór stökk 4,30 og var með 0,5 í vind, þannig að Bergþór vann með 56 cm.

Þannig ekki láta ykkur bregða þó að þið sjáið Bergþór á palli á Íslandsmóti í fullorðinsflokki eftir nokkur ár.

Bergþór er að mínu mati efnilegasti frjálsíþróttamaðurinn í Borgarfirðinum í dag.