Héraðsmót UMSB 100% rétt Ég afsaka greinina á undan þar sem hún er kolröng og þessi grein ku vera 100% rétt.

Um daginn þá fór ég á mitt fyrsta frjáslíþróttamót en það var Héraðsmót UMSB og var haldið 28-29.júní á Skallagrímsvelli.

Hér ætla ég að skrifa um mótið samt aðallega um þáttöku Bifrestinga, Ungmennafélagið Bifröst, ég keppti með þeim, en allir eða flestir í Ungmennafélaginu Bifröst voru að keppa í fyrsta sinn. Við vorum bar í tveim flokkum, en þeir voru “Srákar 11-12 ára” og svo flokkurinn sem ég keppti í “Piltar 13-14 ára”.

Daginn áður en mótið var þá fréttum við að það væri frjálsíþróttamót í Borgarnesi á morgun(þriðjudaginn 28.júní) þessar fréttir gengu eins og eldur í sinu til allra, allavega þeirra sem búa á Bifröst, þeirra sem æfðu handbolta.

Fyrri daginn komum við sveittir af æfingu og beint á frjálsíþróttamót.

Fyrst kepptu “Strákar 11-12 ára” í kúluvarpi en þar fengum við 6 stig og þau náðu Kiddi, 2 stig fyrir 5 sæti en hann kastaði 7,46 metra, og Gunnar Georg, 4 stig fyrir 3 sæti en hann kastaði 8 metra, í. Einn keppti ekki í kúluvarpi 11-12 ára í okkar félagi en það var Gunnar Ásgeir.

Önnur grein var í mínum flokki en það var kúluvarp “Pilta 13-14 ára”, en þar fengum við ekki stig og ég keppti ekki, en Sævar, 8 sæti, kastaði 6,80 metra, var eini keppandinn frá Bifröst. Einn keppti ekki í þessari grein sem er í Ungmennafélaginu Bifröst en það var ég.

Þriðja greinin sem við(Ungmennafélagið Bifröst) kepptum í var “Spjótkast pilta 13-14 ára”. Hér voru aðeins 2 keppendur frá Bifröst en þeir voru ég, kastaði 12,24 metra og lenti í 8 sæti, og Sævar, kastaði 11,08 metra og lenti í 9 sæti, kepptum.

Fjórða greinin var “Spjótkast stráka 11-12 ára” og þar náðum við í 5 stig. En Kiddi, 3 sæti, kastaði 19,42 metra og fékk 4 stig, Gunnar Georg, 6 sæti, kastaði 18,07 metra og fékk 1 stig, og Gunnar Ásgeir, kastaði 12,37 metra og lenti í 10 sæti, kepptu fyrir hönd Bifrastar.

Fimmta greinin var “60 metrar strákar 11-12 ára” og þar náði Kiddi í 5 stig. En keppendur frá Bifröst voru Kiddi, hljóp á 9,99 sekúndum og lenti í 2 sæti og fékk 5 stig, Gunnar Ásgeir, hljóp á 10,59 sekúndum og lenti í 7 sæti, og Gunnar Georg, hljóp á 10,79 og lent í 8 sæti.

Sjötta greinin sem Ungmennafélagið Bifröst tók þátt í var “Hástökk pilta 13-14 ára” þar fékk Bifröst ekki stig. Keppendur Bifrastar í þessari grein voru ég, stökk 1,1 meter, var kominn yfir en felldi með löppinni, og lenti í 7 sæti, og Sævar, stökk 1 meter og lenti í 8 sæti.

Sjöunda greinin og jafnframt sú seinasta á fyrri deginum var “Hástökk stráka 11-12 ára” og þar voru 2 keppendur frá UMF. BIF. En þeir voru Kiddi, stökk yfir 1,15 meter og lenti í 3 sæti og fékk þessvegna 4 stig, og Gunnar Georg, stökk yfir 1,05 meter og lenti í 6 sæti og fékk 1 stig.
Bifröst fékk sem sagt 5 stig út úr þessari grein.

Eftir fyrri dag þá var Bifröst með 21 stig og í 2 sæti í flokki stráka 11-12 ára en það gekk ekki svona vel hjá hinum flokknum hjá Bifröst en það var flokkur pilta 13-14 ára en við vorum þar enn ekki komnir með stig og deildum því 4-5 sæti með UMF Reykdæla.

Seinni dagurinn Bifrestingar komu klukkan 18:40 til að hita upp en við skokkuðum 400 metra í upphitun.

Fyrsta greinin á seinni degi var “60 metra grind stráka 11-12 ára” og þar fékk Bifröst 9 stig. Keppendur frá Bifröst voru Kiddi, hljóp á 13,77 sekúndum og lenti í 2 sæti og fékk 5 stig, og Gunnar Georg, hljóp á 13,79 og lenti í 3 sæti og fékk 4 stig.

Önnur grein á seinni deginum var “80 metra grind pilta 13-14 ára” en þar fengum við ekki stig útúr okkar 2 keppendum en þeir voru ég, hljóp á 17,06 og lenti í 7 sæti, og Sævar, hljóp á 23,24 sekúndum og lenti í 9 sæti.

Þriðja grein á seinni degi var “Langstökk stráka 11-12 ára” og þar fékk Bifröst 6 stig útúr 2 keppendum en þeir voru Kiddi, stökk 3,61 meter og lenti í 3 sæti en ég er ekki sammála því þar sem sá sem var í 2 sæti stökk líka 3,61 meter að vísu var sá 1 ári yngri en Kiddi, Kiddi fékk 4 stig, og Gunnar Georg, stökk 3,40 metra og lenti í 5 sæti og fékk 2 stig.

Fjórða greinin á seinni degi var “Langstökk pilta 13-14 ára” og þar var Bifröst með 2 keppendur en þeir voru ég, stökk 3,32 metra og lenti í 8 sæti, og Sævar, stökk 2,53 metra og lenti í 9 sæti.

Fimmta greinin á seinni degi var “100 metra hlaup pilta 13-14 ára” og ég náði í 4 stig fyrir UMF. BIF. Ég, hljóp á 15,67 sekúndum og lenti í 3 sæti og fékk 4 stig, og Sævar, hljóp á 20,63 sekúndum og lenti í 7 sæti.

Fimmta greinin á seinni degi var “800 metrar stráka 11-12 ára” og Kiddi náði í 3 stig fyrir Bifröst, en hann hljóp á 2:57,84(mínúta:sekúndur,sekúndubrot) og lenti í 4 sæti rétt tæplega og fékk 3 stig. Gunnar Georg hljóp á 3:36,48 og lenti í 7 sæti.

Sjötta greinin á seinni degi var “800 metra pilta 13-14 ára” ég náði þar í 3 stig fyrir Bifröst, en ég hljóp á 2:48,27 ,klúðraði þessu í lokin þar sem ég átti 3 sætið en svona gerist, og lenti í 4 sæti og fékk 3 stig. Sævar hljóp á 4:02,11 og lenti í 9 sæti.

Þá var keppni lokið.
Í flokki “Stráka 11-12 ára” fékk Bifröst 18 stig á seinni degi eða alls 39 stig og voru í 2 sæti í stigakeppni í sínum flokk.
Í flokki “Pilta 13-14 ára” fékk Bifröst 7 stig á seinni degi og 7 stig alls og voru í 4 sæti en í 5 sæti var UMF. Reykdælir stigalausir.

Heimildir: http://umsb.is/

P.S. myndin er af verðlaunaafhendingu 100 metra hlaups “Pilta 13-14 ára”