Frjálsíþróttablaðið kemur út á morgun! Frjálsíþróttablaðið kemur út á morgun í annað sinn. Fyrsta blaðið kom út 17. júní í fyrra og stefnt er að gefa út þriðja blaðið út fyrir næsta sumar.

Blaðinu verður dreift í um það bil 60.000 eintökum með Morgunblaðinu út um land allt. Auk þess verður hægt að nálgast eintak á íþrótta- og líkamsræktarstöðvum og sundhöllum á höfuðborgarsvæðinu. 10.000 eintök fóru í drefingu í dag með Morgunblaðinu.

Blaðið er í dagblaðsumbroti í stíl við Undirtóna, Orðlaus og fleiri þesskonar blöð. Í stað þess að fjalla um tísku og menningu fjallar blaðið um allt sem viðkemur frjálsum íþróttum á nýjan og skemmtilega hátt.

Í blaðinu er að finna áhugaverð viðtöl, metnaðarfullar greinar, fróðlegar tímalínur og skemmtilega getraun með veglegum verðlaunum.

Ég hvet alla til þess að redda sér eintaki.