Fet og tommur Jæja… fyrsta greinin á nýju ári…

Vegalengdir og hæðir í frjálsum íþróttum og mælieiningar voru fyrst ákvarðaðar af Bretum um miðja 19. öldina. Eins og almenningur veit var metrakerfið ekki notað í Bretlandi (og þar með Bandaríkjunum því BNA voru brezk nýlenda). Ástæðuna má finna í pottinum þar sem hið gráa silfur sem Bretar og Frakkar elduðu saman hér áður fyrr, en enn má þó sjá leifarnar en ekki eru þær þó áberandi.

Það voru nefnanlega Frakkar sem byrjuðu með metrakerfið og er Alþjólega Staðlaða Einingakerfið, SI, skammstöfun þess á frönsku (Systéme Internationalé… eitthvað…)
Bretar vildu ekki gera neitt sem Frakkar gerðu, hér áður fyrr, og ákvörðuðu þeir því mælieiningarnar í frjálsum íþróttum með tommum, fetum, yördum og þumlungum sem eiga ekkert skylt við metrakerfið frekar en íslenska stafrófið við það kínverska.

Í dag eru margir orðnir kvimleiðir á þessu þegar þeir horfa á bandarískar eða breskar lýsingar eða fara á bandarísk frjálsíþróttamót… hvað á hinn almenni evrópubúi að hugsa þegar hann sér á töflunni í hástökkinu: 6ft. 9in. ¼'. Ég hreinlega efast um að hann sjái fyrir sér akkúrat hæðina. Hann kannski hugsar… hmm já… 6 fet… 1 fet er 0,3 m… UM ÞAÐ BIL!! 2,25m, en hann hunsar þennan ¼ úr þumlungi og þá er hæðin í raun kannski 2,29m sem er talsverður munur.

,,Óskiljanlegar hæðir"

Grind í 400m grindarhlaupi karla er 91,4cm sem er akkúrat einn yardi og í 110m grindahlaupi er hæðin 106,7 cm sem er 1 yardi og ¼ úr feti.

Þessar hæðir og tölur hafa öðlast sögulegt gildi og mun því eigi verða breytt í náinni framtíð. Ég vona að þetta hafi skýrt fyrir einhverjum sumar undarlegar tölur í frjálsum íþróttum.

Takk fyrir
© bgates

Heimildir: talan 106,7 http://www.ma.is/nem/99mass/%C3%8D%C3%BEr%C3%B3ttir.htm
Annars þakka ég afbragðsgóðu minni.