Báðir keppendurnir fyrir Íslands hönd hafa lokið þáttöku sinni á HM sem núna stendur yfir í París.

Keppendurnir voru 2 að þessu sinni og lauk Þórey Edda keppni á mánudaginn þegar hún felldi byrjunarhæðina sína 4.35 3 sinnum í úrlslitunum í stangastökkinu, en hún ákvað að byrja í þessari hæð eftir að hafa flogið vel yfir hana á laugardeginum og fílað sig vel í upphituninni, vitum við vel að hún getur mun betur en þetta og á ábyggilega eftir að sýna það áður en langt um líður.



Jón Arnar Magnússon náði því miður ekki að kveða niður HM drauginn sem hefur verið yfri honum og náði ekki að ljúka keppni í tugþrautinni í 5x í röð er hann hætti eftir aðeins 3 greinar af 10.
Hann byrjaði á því að hlaupa miður gott 100m hlaupa á 11.11s sem er langt undir getu hans, því næst var það langstökkið sem var ekki allveg að falla vel fyrir honum og gerði hann vel ógilt í fyrsta stökki, stökk langt en því miður ógilt. Í öðru stökkinu virtist hann hitta vel á plankann en rann eitthvað til og meiddist eitthvað á ökla og mældist stökkið þar sem hann tipplaði stóru tá niður 6.25m sem er um 2m frá því sem maðurinn ætti að vera að stökkva. Í þriðju umferð gerði hann svo ógilt og þar með var þrautin í rauninni orðinn ónýt því að þarna fóru tæp 400 stig í vaskinn.
Jón ákvað samt sem áður að reyna að kasta kúlunni þrátt fyrir eymsli á ökkla og fór hún 15.29 sem er rúmum meter frá hans besta og ákvað hann eftir það að hætta keppni enda ekki möguleiki lengur á því að blanda sér í toppbaráttuna.



Þetta heimsmeistaramót verður að teljast viss vonbrigði fyrir okkur Íslendinga þar sem við áttum aðeins 2 keppendur en hefðum viljað eiga amk 4 ef ekki 5 (Vala, Magnús Aron og Einar Karl hefði hann verið að stökkva eitthvað í líkingum við það sem hann gerið fyrir 2-3 árum) og einnig þar sem árangurinn lét verulega á sér standa.
En núna er bara málið að bíta allverulega á jaxlinn og fara að taka almennilega á og undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana sem verða haldnir í Grikklandi að ári liðnu og hef ég fulla trú á því að fólk taki sig samann í andlitinu og við Íslendingar sendum vaska sveit af fólki þangað, Jón, Þórey, Vala, Magnús, Einar Karl (fáum bara einhvern til að sparka í rassgatið á honum) og einnig hef ég trú á því að Sunna Gestsdóttir gæti banka verulega á Ólympíudyrnar en þar er lágmarkið í langstökkinu (að mig minnir) 6.50 en hún stökk 6.47m með eylítinn of mikinn meðvind á MÍ í sumar, þannig að ef allt gengur að óskum hjá okkar fólki að þá gætum við átt 6 manns á næsta ári á Ólympíuleikunum og þess vegna fleiri ef bætingarnar halda áfram að koma hjá fólki…