Stigamót Breiðabliks var nýjung þegar hún var kynnt í vetur. Sigurvegarar stigagreinar fengu 5 stig, sá sem lenti í öðru sæti fékk 4 stig og svo koll af kolli. Einnig voru mætingarstig fyrir þá sem mættu og kepptu en fengu ekki stig fyrir sæti. Svona gerð að móti hafði aldrei verið gert áður og það var kominn tími til að Breiðablik tók af skarið. Að mínu mati er þetta mót komið til að vera og vona að á næsta ári verði ennþá betri þáttaka í allar greinar.

Þessi fimm mót voru almennt mjög vel sótt af frjálsíþróttafólki því auðvitað vilja allir græða, það er staðreynd.

Í gær var svo síðasta stigamótið og í nokkrum greinum voru ekki öruggir sigurvegarar, eins og í 100 m grind kvenna, 400 m kvenna og 100 m karla. Þar var mjög jöfn keppni.

Potturinn var stærstur í 100 m hlaupi karla eða rúmlega 50 þús krónur. Andri Karlsson var eins stiga forystu á Sigurkarl Gústavsson fyrir hlaupið í gær en Sigurkarl kom á óvart og vann Andra og þar með urðu þeir jafnir og fengu hvor 21.000 krónur. Sigurkarl hljóp á 11,00 sek og bætti sig um 10 sekúndubrot. Vindur var innan löglegra marka en það mátti ekki tæpara standa, 1,98 m/sek.

Í 100 m grind kvenna var Sigurbjörg Ólafsdóttir með eins stiga forystu á Vilborgu Guðjónsdóttur en Vilborg gerði sér lítið fyrir og vann Sigurbjörgu og skiptu þær með sér pottinum og fengu 11.250 krónur hvor.

Í 400 m hlaupi kvenna voru fjórar stelpur jafnar með 6 stig og fékk hvor 2.750 krónur.

Unnsteinn Grétarsson var öruggur sigurvegari í 110 m grind karla fyrir mótið í gær og þurfti ekki að mæta en hann fékk rúmlega 5000 kr.

Eitt Íslandsmet var slegið á mótinu í gær en A-sveit Breiðabliks sló 22 ára gamalt Íslandsmet ÍR-inga í 1500 m boðhlaupi. Hlaupið er 100 m, 200 m, 400 m og 800 m. Gamla metið var 3:24.4 mín en Blikar bættu það um tæpar 5 sek, hlupu á 3:19.69 mín. Glæsilegt hlaup. Sveitina skipuðu Magnús Valgeir Gíslason (100 m), Róbert F. Michelsen (200 m), Andri Karlsson (400 m) og Björn Margeirsson (800 m).
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.