Ég sem harður stuðningsmaður FH átti fyrir bikarkeppnina ekki von á því að við hefðum sigur. Margir öflugir liðsmenn okkar hafa hætt eða eru í meiðslum.

Til að geta unnið sigur tíu ár í röð þarf mikla breidd. Silja Úlfarsdóttir stóð sig eins og hetja og gerði miklu meira en menn bjuggust við af henni því hún hefur verið í lægð. Mig minnir að hún hafi keppt í 6 greinum eins og Bjarni Traustason sem stóð sig eins og herforingi enda voru þau fyrirliðar liðsins. Silja og Bjarni ásamt öllum öðrum liðsmönnum FH lögðu sig verulega fram og unnu 110% fyrir félagið. Til að vinna upp þá sem voru meiddir eða hættir voru fengnir mjög ungir liðsmenn í baráttuna sem eiga framtíðina fyrir sér. Sá yngsti sem keppti var aðeins 12 ára og stóð sig mjög vel.

Þeir sem eru góðir stjórnendur vita hvað á að gera ef sár leggst í liðsheildina og menn sjá að erfitt er að gróa? Það er að koma öðrum að og þjálfa þá þannig að liðsheildin verði ekki fyrir áfalli.

Það eru mörg lið í frjálsum að ná upp góðum dampi og með ungt og gríðarlega efnilegt fólk innan sinna raða. En besta liðsheildin er sambland af gömlum reyndum refum og ungu og efnilegu fólki.

Þótt ég sjái ekki annað en að FH vinni bikarinn næstu 10 árin í viðbót þá vona ég sannalega að önnur lið eflist og nái góðum kjarna af efnilegu ungu fólki og reyndu. Það sem gæti orðið hafnarfjarðarveldinu að falli er skammarleg vetraraðstaða þar sem mörg önnur félög hafa forustu í þeim efnum.

Ásamt okkur þá hafa Breiðablik, UMSS og ÍR frábær lið og mörg önnur hafa marga mjög efnilega frjálsíþróttamenn ínnan sinna raða. Á ungmennamótum eru 20 félög að keppa en í stærstu keppni FRÍ eru aðeins 7 félög. Það þarf að sameina meira hin smærri félög þeim stóru þannig að afrekskona eins og Ásdís Hjálmsdóttir spjótkastari geti keppt og aðrir frábærir afreksmenn.

Þetta er kannski í áttina en ég vona að allir leggist á eitt og breiði út þessa frábæru íþrótt sem frjálsar eru og munu vera. Ég var ánægður áhorfandi sem horfði á bikarkeppni FRÍ í dag. þETTA VAR FRÁBÆR KEPPNI.