Sigurbjörn Árni Arngrímsson Sigurbjörn Árni er einn af bestu hlaupurum landsins í dag og því vildi ég senda inn smá pistil hérna á Frjálsar.

Sigurbjörn Arngrímsson (Bjössi) er fæddur 31. ágúst 1973 og er uppalinn í Mývatnssveit. Hann fór í Framhaldsskólann á Laugum og sídan i University of Georgia þar sem hann útskrifaðist með Bs. Ed. gráðu í íþrótta- og heilsufræðikennslu í desember 1996. Hann lauk síðan M.A. gráðu í íþróttafræði í ágúst 1998 og Ph.D. gráðu í íþróttafræði 2001. Í doktorsnáminu sérhæfði Sigurbjörn sig í þjálfunarlífeðlisfræði og vann þar fyrst og fremst með úthaldsgetu, hitastjórnun og líkamssamsetningu (body composition).

Sigurbjörn hefur gert talsvert af rannsóknum á sviði líkamssamsetningar (4 greinar birtar í alþjóðlegum tímaritum um það efni) bæði á íþróttamönnum og offitusjúklingum. Einnig hefur hann gert talsvert af rannsóknum á áhrifum íþróttadrykkja á þolgetu og áhrifum hita á þolgetu og hámarkssúrefnisupptöku.

Íþróttalega hefur Sigurbjörn keppt fyrir HSÞ (Héraðssamband Suður-Þingeyinga) til ársloka 1997, HSK 1998-2001 og frá 2002 fyrir UMSS. Einnig hefur hann verið fastamaður í landsliði Íslands í frjálsum íþróttum síðan 1997 og hefur hlaupið 800m, 1500m og 3000m hindrunarhlaup fyrir landsliðið (var fyrirliði karlalandsliðsins árið 2000) auk 4x400. Sigurbjörn keppti með unglingalandsliðinu frá 1990-1993 og keppti þá í 400m, 800m, 1500m og 4x400m. Hann hefur 7 sinnum orðið Íslandsmeistari í karlaflokki, þrisvar sinnum í 800m utanhúss, þrisvar sinnum í 1500m utanhúss og einu sinni í 1500m innanhúss Sigurbjörn hefur einnig hampað fylkismeistaratitli Georgíufylkis í 1500 metra hlaupi einu sinni auk fjölda Íslandsmeistartitla í barna- og unglingaflokkum. Hann á Íslandsmet í 1000 metra hlaupi innanhúss í karlaflokki og met í 4x1500m í flokkum 19-20 og 17-18 ára.

Sigurbjörn þjálfaði frjálsar íþróttir barna og unglinga frá 1990-1996 hjá UMFM og UMFE og einnig hjá fullorðnum hjá HSTH 1993 og Georgíuháskóla 1999-2001. Einnig hefur hann aðeins þjálfað sund og knattspyrnu barna. Sigurbjörn er nú að taka við þjálfun á Skokkhópi Flugleiða.


Heimildir: Internetið


Takk fyrir

© bgates