Afsökunarbeiðni frá Bjössa LOL, Sigurbjörn Árni Arngrímsson (Bjössi), mikill langhlaupari sem skrifar oft greinar á Frjálsar.com var að hneykslast og skammast út í Björn Friðrik Brynjólfsson og Ellert P. Scram Smáþjóðaleikarnir á Möltu hófust. Þá var lítið sem ekkert sýnt frá frjálsíþróttakeppninni og taldi hann það Birni að kenna en nú hefur hann skrifað formlega afsökunarbeiðni á Frjálsar.com og pistill hans með þessum óviðeigandi orðalagi verið fjarlægður þaðan. Afsökunarbeiðnin hljóðaði svo:

Ég vil koma á framfæri afsökunarbeiðni til Íþróttadeildar RÚV (þá sérstaklega til Björns Friðriks Brynjólfssonar) og ÍSÍ (þá sérstaklega Ellerts Schram).

“Í pistli á doctornum (Sjónvarpsútsendingarnar frá Möltu) frá 5 júní síðastliðnum bölsótaðist ég út í sjónvarpsútsendingar RÚV frá Smáþjóðaleikunum á Möltu og þá sérstaklega hversu lítið var sýnt frá frjálsum. Ég kenndi Birni Friðriki um en var síðan bent á af deildarstjóra íþróttadeildarinnar að ég hefði betur kynnt mér málið því að tæknilegir örðuleikar (sem voru Birni ekkert að kenna) orsökuðu það að ekki var hægt að sýna meira frá frjálsum í byrjun leikanna og gleymdist að taka það fram í útsendingu daginn eftir. Vel var sýnt frá frjálsum í lok mótsins enda var þá búið að leysa úr vandamálunum. Sjónvarpið á auk þess hrós skilið að sýna svo vel frá leikunum. Ég bið því Íþróttdeild RÚV og Björn Friðrik afsökunar.

Í þessum sama pistli fetti ég fingur út í það hvernig forseti ÍSÍ varði tíma sínum á Möltu. Gerði ég það með niðrandi og óviðeigandi orðalagi sem ég biðst afsökunar á. Einnig vil ég að það komi fram að Ellert stóð sína plikt á Möltu og hvað hann gerir í sínum frímtíma kemur hvorki mér við né öðrum.”


Heimildir: Frjálsar.com

Það sem er innan gæsalappanna er c/p… enda verður það að vera…


Takk fyrir

© bgates