Cathy Freeman Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Ástralski frumbygginn, Cathy Freeman, sé hætt að stunda frjálsar íþróttir.

Þetta eru mjög leiðinlegar fréttir, sérstaklega þar sem Cathy Freeman er sú eina sem hefði getað veitt Ana Guevara einhverja keppni á ÓL á næsta ári í 400 metra hlaupi. Eins og flestir vita þá vann Cathy Freeman 400 metra hlaupið mjög örugglega á ÓL í Sidney fyrir þremur árum síðan og varð þjóðhetja í heimalandi sínu. Þá hljóp hún úrslitahlaupið á 49,11 sek. Hennar besti tími er hins vegar 48,63 sek en hann er síðan á ÓL í Atlanta árið 1996. Endaði hún í öðru sæti á þeim leikum.

Persónulega hefði ég viljað sjá hana keppa á Ólympíuleiknum í Aþenu en því miður þá hefur hún tekið ákvörðun. Cathy hefur lítið sem ekkert keppt eftir ÓL í Sidney en m.a. eignaðist hún barn árið 2001 eða 2002. Líklegast hefur það eitthvað með ákvörðun hennar að gera.

Mexíkóska hlaupadrottningin Ana Guevara ætti því að vera nokkuð örugg um sigur á ÓL í Aþenu en auðvitað er ekki að fullyrða neitt um slíkt þar sem ennþá er heilt ár fram að Ólympíuleikunum.

Kíkið á http://www.cathyfreeman.com.au/
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.